Litun

Litun og plokkun/vax hefur lengi verið ein vinsælasta meðferð á snyrtistofum hér á landi og mjög góð meðferð til þess að skerpa á augnasvip.

Vax á fótum

Vax

Við bjóðum uppá vax meðferðir til að fjarlægja óæskileg hár af ýmsum svæðum líkamans eins og á fótum, undir höndum, í andliti, á bikinísvæði ofl.

Fætur

Fótsnyrting er meðferð sem allir eiga að leyfa sér annað hvort sem reglulegt viðhald eða til að gera fætur fína fyrir fríið eða sólarströndina.

Hendur

Við bjóðum bæði upp á handsnyrtingu með eða án lökkunar og einnig gelneglur.

Augnháralengingar

Augnháralengingar er mjög vinsæl meðferð hjá okkur og höfum við mikla reynslu á því sviði. Hægt er að hafa lengingarnar bæði mjög náttúrulegar eða mjög dramatískar.

Lashlift & brow lamination

Lashlift er meðferð sem brettir upp augnhárin nálægt rót og þau virðast lengri. Í brow lamination er stefnu háranna breytt, með þessari tækni lyftist augabrúnin og vöxturinn virðist þéttari.

Andlitsmeðferðir

Í andlitsmeðferðum er notast við Janssen húðvörur og meðferðir eru sérsniðnar eftir húðgerð og þörfum hvers og eins.

Brúnka

Við notumst við liti frá MineTan þar er mikið úrval af litum og alltaf hægt að finna lit sem hentar hverjum og einum hvort sem þú vilt bara rétt fríska td. fyrir fermingu eða fá mikinn lit fyrir þá sem þola.

Microblade

Microblade tattoo felst í því að gera örfínar hárlínur á milli háranna í augabrúnum, til að móta og þykkja augabrúnirnar. 

Örnálameðferð

SPM líkamsmeðferðir

SPM er meðferð sem eykur blóðflæði, kveikir á sogæðakerfinu, losar um stíflur í vefjum sem þéttir/lyftir húðinni ásamt því að vinna vel á appelsínuhúð.

Leyser andlitsmeðferðir

Ný snyrtistofa
í hjarta Hafnafjarðar

Snyrtistofan Þín fegurð er snyrtistofa í Firðinum Hafnafirði,
stofnuð af Öldu Björg Karlsdóttur og Láru Huld Ólafsdóttur snyrtifræðimeisturum í september 2023.