Andlitsbað
60 mín - 16.100 kr
Í andlitsbaðinu er notast við Janssen húðvörur og meðferðin er sérsniðin eftir húðgerð og þörfum hvers og eins.
Húðhreinsun
60 mín - 12.500 kr
Við bjóðum einnig uppá húðhreinsun fyrir
18 ára og yngri á lægra verði.
Nudd og maski
45 mín - 14.100 kr
Floral Energy Deluxe Treatment
60 mín - 16.800 kr
Húðendurnýjandi ávaxtasýrumeðferð
75 mín - 17.500 kr
Meðferðin er aðlöguð eftir þörfum og markmiðum hvers og eins þar sem styrkleiki ávaxtasýra er valinn eftir húðgerð og áherslu meðferðar hvort sem er að endurheimta unglegra yfirbragð, auka þéttleika og rakafyllingu, djúphreinsa stíflaðar húðholur og draga úr bólumyndun og stuðla að jafnvægi húðarinnar eða vinna á gömlum örum, ójöfnum eða litablettum.
Lúxus
andlitsmeðferð
90 mín - 24.900 kr.
Þessi stórkostlega meðferð er ein með öllu. Sérvöldum efnum er þrýst niður í húð með Ultrasound tækinu, þá tekur RF lifting við sem liftir og þéttir húðina, ásamt 20 mínútna slakandi herða, andlits og höfuðnuddi. Meðferðinni lýkur síðan með lúxus gúmmímaska. Algjört orkubúst fyrir húðina.
Retinol Lift
andlitsmeðferð
75 mín - 19.300 kr
Áhrifarík andlitsmeðferð sem byggir uppá sérvörum þar sem hið margrómaða Retinol spilar lykilhlutverk.
Lúxus Retinol Lift andlitsmeðferð
90 mín - 21.900 kr.
Retinol er eitt það öflugasta efni sem hægt er að fá í húðsnyrtivörum sem hægir á öldrunarferli húðarinnar með sjánlegum árángri. Í þessari meðferð er hinu margrómaða Retinoli ásamt sérvalinni ampúlu þrýst niður í húðina með Ultrasound tækinu. Létt, slakandi andlits og höfuðnudd. Meðferðin endar svo á RF liftingu sem liftir og þéttir húðina.
Ath. Retinol Lift er afar virk húðmeðferð og hentar ekki mjög viðkvæmum húðgerðum, húðin verður ljósnæmari beint eftir meðferðina og er því mikilvægt að nota sólarvörn til að verja húðina.
Ultrasound / hljóðbylgjumeðferð
60 mín - 21.900 kr
Sérvalinni ampúlu og serumi er þrýst djúpt niður í húðlögin í þessari húðþéttandi og styrkjandi meðferð. Meðferðin inniheldur einnig létt andlitsnudd og lúxus gúmmímaska. Ultrasound tæknin eykur blóðflæði, örvar sogæðakerfið okkar ásamt því að draga úr bólgum og þrota, styrkir það próteinþræðina í vöðvunum og hefur því liftandi áhrif líka.
Lúxus Ultrasound
meðferð
90 mín - 24.900 kr