Brúnka
Við notumst við liti frá MineTan þar er mikið úrval af litum og alltaf hægt að finna lit sem hentar hverjum og einum hvort sem þú vilt bara rétt fríska td. fyrir fermingu eða fá mikinn lit fyrir þá sem þola.
Leiðbeiningar til að fá jafnan lit og sem besta endingu
Fyrir meðferð
Gott er að skrúbba og nota rakakrem 24 tímum fyrir bókaðan tíma, leggðu sérstaka áherslu á olnboga, hné, ökkla og vandamálasvæði.
Vaxaðu eða rakaðu að minnsta kosti 48 klukkustundum fyrir meðferð. Þetta gefur svitaholunum tíma til að lokast. Doppur í svitaholum geta birst ef þessu er ekki fylgt eftir.
Ekki nota rakakrem, ilmvatn, svitalyktareyði eða farða fyrir tímann.
Eftir meðferð
Gott er að koma í víðum og þæginlegum fötum. Þröng föt eða nærföt geta skilið eftir sig far.
Við mælum með að leyfa brúnkunni að byggjast upp og dökkna í 4 til 6 klukkutíma. Fyrsta sturtan eftir meðferðina þarf að vera stutt (1 mín) og volg (alls ekki of heit). Mælt er með að nota ekki sturtugel,skrúbb,sjampó og næringu fyrstu 24 klst eftir meðferðina.
Því lengur sem brúnkan er látin liggja á, því dekkri verður brúnkan. En nær hámarki eftir ca 8 tíma.
Dampið léttilega með handklæðinu þegar þú ert búin í sturtu. Gott er að nota rakakrem næstu daga, það tryggir að brúnkan endist lengur og haldist jöfn á.
Forðastu að svitna eða fara í sund fyrsta sólarhringinn eftir brúnku meðferðina.
Reyndu að snerta húðina sem minnst meðan brúnkan er að byggjast upp.